top of page
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? 

Nemandi skráir sig á 3 námskeið: 1 fyrir hádegi 7. febrúar, 1 eftir hádegi 7. febrúar og 1 fyrir hádegi 8. febrúar. Passa þarf að velja aðeins eitt námskeið úr hverjum flokki. Nemandi fær email fyrir hvert og eitt námskeið sem hann skráir sig á.

 

Ef nemendi skráir sig á námskeið sem gildir tvöfalt fyrir hádegi 8. febrúar þarf hann ekki að skrá sig á námskeið eftir hádegi.

Ef nemandi skráir sig ekki á námskeið þarf hann að hafa samband við skrifstofu skólans sem fyrst!

Ef nemendi mætir ekki á námskeiðið sem hann skráir sig á, fær hann 4 fjarvistir fyrir hvert námskeið. Ef hann mætir ekki á neitt námskeið fær nemandi 12 fjarvistir. 

Ekki er hægt að breyta skráningu. Ef nemandi skráir sig á fleiri en 3 námskeið velur skrifstofa skólans námskeið fyrir nemandann.

Takmarkað pláss er á hverju námskeiði. Gott er að skrá sig tímanlega til að nemandi geti farið á það námskeið sem hann langar. Ekki er hægt að bæta við nemendum ef fullt er á námskeiðið.

Þegar nemendur skrá sig á námskeið þurfa þeir að fylla út alla stjörnu(*) merktu dálkana. Það þarf að gera það fyrir hvert námskeið sem er valið. Ef það kostar á námskeiðin sem nemendur völdu sér, borga þeir með peningum þegar þangað er komið. Nemandi þarf að passa að skrá sig aðeins einu sinni á hvert námskeið.

NEMANDI FÆR 3 TÖLVUPÓSTA UM AÐ HONUM HAFI TEKIST AÐ SKRÁ SIG Á NÁMSKEIÐ. EF NEMANDI HEFUR EKKI FENGIÐ 3 TÖLVUPÓSTA (EINN FYRIR HVERT NÁMSKEIÐ) ÞARF HANN AÐ HAFA SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU SKÓLANS EÐA SENDA EMAIL Á skohlifadagar@gmail.com.

Eftirfarandi námskeið gilda sem 2 námskeið:

Vélsleðaferð

Jeppaferð

bottom of page